Uppáhalds fordómar

 • MARKMIÐ:

  Að nemendur íhugi fordóma, hvaða hlutverki þeir gegna fyrir samsömun og hvernig hægt er að takast á við þá.

 • TÍMI:

  45 mín.

 • BÚNAÐUR:

  Blöð og ritföng.

 • HÆFNIMARKMIÐ:

Inngangur

Í þessu verkefni eiga nemendur að móta persónu og sjá fyrir sér hverjir uppáhalds fordómar viðkomandi eru. Þetta er lagt til grundvallar samtölum um það hvað fordómar eru, hvaða tengsl séu á milli fordóma og samsömunar og hvernig er hægt að takast á við fordóma og velta þeim fyrir sér.

Meginefni

Kynning: Hvað eru fordómar? (7 mín.)
Spurðu nemendur hvað þeir tengi fordómum. Reyndu að fá fram nokkur mikilvæg stikkorð í samræðunum. Hér er tilgreind nokkur stikkorð sem oft eru notuð við skilgreiningar á fordómum. Hafðu í huga að nemendur bera oft gott skynbragð á málið þótt þeir noti önnur orð en hér eru tilgreind. Það er líka hægt að rökræða atriðin, er það til dæmis þannig að fordómar verði að vera neikvæðir?

 • Alhæfingar, að maður sjái sameiginleg einkenni margra í hópi
 • Takmörkuð og ósveigjanleg sýn á „hina“
 • Neikvæð sýn á annað fólk

Persónusköpun (4 mín.)
Biddu nemendurna um að móta sína persónuna hvert með upplýsingu um aldir, nafn, bústað, atvinnu, menntun og áhugamál/tómstundaiðju.

Uppáhalds fordómar persónunnar (4 mín.)
Biddu nemendurna um að skrá niður uppáhalds fordóma persónunnar, það er hvað fordóma viðkomandi nýtur þess best að hafa, t.d. skoðun á öðru fólki, hópum, skoðunum, aðgerðum og/eða framkomu sem persónan kann alls ekki að meta.

Fræðslustund: Um fordóma (7 mín.)
Ræddu aðeins við nemendur um hvað það að tilheyra einhverju hefur áhrif á það hver við erum og hvernig hugmyndir okkar um aðra færa okkur skilning á því hver við erum. Það er erfiðara að gera sér grein hver við erum en hver við erum ekki. Hér er að finna ýtarefni.

Samræður tvö og tvö (4 mín.)

 • Biddu nemendur um að kynna persónu sína og uppáhalds fordóma viðkomandi fyrir þeim sem situr við hliðina á þeim.
 • Hvernig færa fordómarnir persónunum staðfestingu?

Fræðslustund: fordómar koma niður á öðru fólki ( 7 mín.)
Ræddu við nemendurna um hvernig fordómar geta komið niður á öðrum. Finndu dæmi um það hvernig fordómar stangast á við raunveruleikann eða særa aðra.
Kannaðu hvort nemendurnir geri sér grein fyrir því hvernig fordómar persónunnar geta komið niður á öðrum.

Samræður tvö og tvö (4 mín.)
Biddu nemendurna um að gefa persónunni ráð um það hvernig takast skuli á við fordóma viðkomandi.

Niðurlag

Pallborðssamræður ( 8 mín.)
Biddu nokkur nemendaparanna um að kynna:

 • Persónu sína
 • Uppáhalds fordóma persónunnar
 • Hvernig fordómarnir staðfesta persónuna?
 • Hvaða ráð nemendurnir geta gefið um það hvernig persónan eigi að takast á við fordómana?

Það má að endingu benda á að allir eru með fordóma en að mikilvægt sé að við íhugum vel hvað við gerum með þá.