Fordómatréð

 • MARKMIÐ:

  Að nemendur íhugi fordóma, hvaða hlutverki þeir gegna fyrir samsömun og hvernig hægt er að takast á við þá.

 • TÍMI:

  45 mín.

 • BÚNAÐUR:

  Blöð og ritföng.

 • HÆFNIMARKMIÐ:

Inngangur

 1. Gerðu grein fyrir því að kanna þurfi undirliggjandi ástæður til að skilja og bregðast við fordómafullum yfirlýsingum sem mismuna fólki, t.d. sögulegt mikilvægi eða tengsl við önnur vandamál.
 2. Sýndu „vandamálatréð“ og segðu nemendum að þeir eigi að vinna í hópum að því að bera kennsl á á ákveðinn bakgrunn, ástæður og forsögur sem leiða til fordóma („ræturnar“). Þeir eiga líka að gera grein fyrir áhrifum og afleiðingum fordóma („greinunum“). Það má gefa dæmi til að útskýra þetta nánar.
 3. Varðandi „ræturnar“: Leitað er svara við spurningunni „hvers vegna gerist þetta?“
  Varðandi „greinarnar“: Leitað er svara við spurningunni „hverja geta orðið afleiðingar svo fordómafullrar yfirlýsingar?“

 

ÁHRIF

 

FULLYRÐINGAR

 

ÁSTÆÐUR

 

Hér má hlaða verkefnablaðinu niður.

Meginefni

 1. Skiptu nemendum í hópa og afhentu hverjum hópi vinnublaðið með trénu.
  Veldu fullyrðingu úr listanum hér að neðan eða taktu eigið dæmi og biddu nemendurna um að skrifa textann í rammann sem er „stofn“ trésins.
 2. Biddu svo nemendurna um að fylla út eins margar „greinar“ og „rætur“ og þeir geta. Ef þeir finna fleiri „greinar“ og „rætur“ en blaðið gefur kost á, má stækka tréð með fleiri reitum. Það má t.d. miða við að fullyrðingin hafi verið sett á netið eða að einhver hafi t.d. sagt þetta í skólastofunni, í frímínútum eða í öðru samhengi
 3. Gefðu hópunum u.þ.b. 15 mín. til að ljúka verkefninu.

Hægt er að nota eftirfarandi dæmi um fordómafullar yfirlýsingar í æfingunni. Dæmin eru mismunandi alvarleg og geta þannig stuðlað að vangaveltum um áhrif þess sem sagt er án þess að gera sér grein fyrir því.

 1. Leikfimikennari: „Sá síðasti er gyðingur“.
 2. Facebook: „Nú verður Róma-fólkið að fara að vinna. Bölvuð sníkjudýr.“
 3. Stjórnmálamaður: „Samfélagið þarfnast kvenna sem annast fjölskyldu sína og heimili.“
 4. Athugasemd á netinu: „Múslímar eru hryðjuverkamenn!“
 5. Íþróttafréttamaður í sjónvarpi: „Þjóðverjarnir spila aftur sinn vélræna fótbolta“.
 6. Í strætó: „Unga fólkið er latt og eigingjarnt“.
 7. Á kaffihúsi: „Af hverju læra þjónarnir ekki íslensku?“
 8. Athugasemd í dagblaði: „Ísland er engin félagsmálastofnun fyrir umheiminn.“

Niðurlag

 1. Hafi nemendur ekki áttað sig á mikilvægum ástæðum eða áhrifum gæti verið skynsamlegt að ræða þær í hóp.
 2. Dragðu fram ákveðnar rætur og láttu nemendur hugstorma leiðir til að takast á við þær. Hafi nemendur til dæmis bent á „þekkingarskort“ sem undirliggjandi ástæðu, má spyrja hvernig hægt sé að leysa þann vanda.
 3. Nemendurnir geta gengið um og skoðað fordómatré hinna hópanna. Taka þeir eftir einhverjum áhugaverðum mun á trjánum?

Hægt er að ræða eftirfarandi spurningar til að draga umræðurnar saman?

 • Hve auðvelt var að finna ræturnar? Segið frá vandamálum eða umræðum innan hópanna, ef við á.
 • Haldið þið að auðveldara sé að bregðast við þannig fullyrðingum eða vinna gegn þeim þegar maður þekkir ástæður og áhrif fordómanna?

Verkefnið er aðlagað úr námsefni sem fengið var hjá Keen, Ellie/ Georgescu, Mara, Europarådet/ Det Europeiske Wergelandsenteret (2014). Bookmarks – handbók til forvarna gegn hatursorðræðu á netinu með því að notfæra sér mannréttindayfirlýsinguna. Ósló.