Hugtakaþjálfun – hvað þýðir það?

 • MARKMIÐ:

  Að rökræða og íhuga ýmiss konar skilning á merkingu hugtaka. Að æfa getuna til að skipta um skoðun á grundvelli nýrra upplýsinga

 • TÍMI:

  30 mín.

 • BÚNAÐUR:

  A3 blað, post-it miðar, ritföng

 • HÆFNIMARKMIÐ:

Inngangur

Það getur valdið misskilningi þegar margir nota sama hugtakið en skilja inntak þess ekki á sama hátt. Þessi æfing er bæði aðferð til að skýra hvað felst í hugtaki og þjálfun hæfileikans til að breyta afstöðu sinni í samskiptum við aðra og þegar nýjar upplýsingar berast.

Hægt er að gera æfinguna sem undirbúning fyrir þema eða til að takast á við óæskilegt orðaval í bekknum. Við lýsum framkvæmdinni með því að nota hugtakið rasismi í þessu dæmi.

Meginefni

Skiptu nemendum niður í fjögurra manna hópa og fáðu þeim post-it miða og eitt A3 blað.

Útskýrðu hugtakið

Vinnið fyrst hvert fyrir sig: Skilgreindu hugtakið rasismi. Skráðu niður þrennt sem mikilvægt er til skýringar á hugtakinu (eitt atriði á hvern post-it miða).

7Nemendurnir teikna strik á A3 blaðið þannig að það lítur svona út:

Láttu miðsvæðið standa tómt. Hliðarreitunum fjórum er skipt þannig að hver fær sinn reit. Nemendurnir setja svo post-it miða sína í „sinn“ reit.

 • Lestu upphátt fyrir hópinn það sem skrifað var.
 • Berið saman. Hafið þið komist að svipuðum eða ólíkum niðurstöðum?
 • Reynið að komast að samkomulagi um þrjá miðasem þarf að nota til að skýra hugtakið. Setjið miðana þrjá í miðreitinn.

Íhugun

Ræðið og miðlið i hópnum:

 • Komu fram einhverjar túlkanir hugtaksins sem þú áttir ekki von á?
 • Varstu ósammála einhverri túlkun annars nemanda?
 • Hvernig gekk að velja bara þrjú atriði? Misstuð þið af einhverju mikilvægu?
 • Hefur skilningur þinn á hugtakinu breyst?

 

Að víkka sjónarhorn

Kennarinn dreifir mismunandi skilgreiningum/útskýringum á hugtakinu rasismi.

Skilgreining/Skilningur 1: Rasismi felur í sér þann skilning að tegundinni homo sapiens eða hinn vitiborni maður megi skipta í marga kynþætti og að sumir þeirra séu gáfaðri eða ráði yfir eiginleikum sem geri þá meira virði en aðra. (Norsk Wikipedia 2017)

Skilgreining/Skilningur 2: „Þótt ég sé á móti íslam (eða íslamsvæðingu) er ég samt enginn rasisti. Trúarbrögð snúast ekki um kynþátt eða húðlit.“ (kontrovers.no 2012)

Skilgreining/Skilningur 3: Þegar eitthvert af eftirfarandi á sér stað er það rasismi, sama hvort það byggist á húðlit fólks, trúarbrögðum, tungumáli eða menningu: Að skipta fólki í mismunandi flokka þar sem sumir eru sagðir hafa neikvæð og óumbreytanleg einkenni. Að smætta réttindi einstaklings niður í tilgreind neikvæð eðliseinkenni ákveðins flokks fólks. Að nota neikvæðu eðliseinkennin sem rök fyrir jaðarsetningu og mismunun. (Hvað er rasismi? Bangstad og Døving, 2015)

Lesið nýju skilgreiningarnar.

 • Eru þær eins eða frábrugðnar því hvernig þið hefðuð lýst hugtakinu?
 • Er eitthvað í þeim sem þið mynduð vilja nota í ykkar eigin skýringu?
 • Finnst ykkur einhver skýringin vera sérstaklega léleg eða vafasöm? Útskýrið

Heimildagagnrýni

Kennarinn kynnir fyrir nemendum upplýsingar um samhengi hinna mismunandi skilgreininga. (Hvenær voru þær gerðar? Hver er að baki þeim?) Hér snýst málið um að vera opin/n fyrir því að skipta um skoðun en þó ekki gagnrýnilaust!

Skilgreining/Skilningur 1 = wikipedia (styttri skýring)

Skilgreining/Skilningur 2 = bloggfærsla einhvers (styttri skýring, eins og á wikipediu)

Skilgreining/Skilningur 3 = bók samin af tveimur fræðimönnum (víðtæk skýring)

Niðurlag

Ræðið hvernig hugtakið gæti hafa breyst með tímanum. Hvað veldur því að hugtakið er notað á mismunandi vegu á okkar dögum?

Fyrirkomulagið er sótt í CLEAR-verkefni sem hægt er að kynna sér betur hér:

https://www.clear-project.net/node/518