Hvernig vinna stjórnmál og samfélag saman

 • MARKMIÐ:

  Að nemendur geti gert grein fyrir að minnsta kosti tveimur mismunandi lýðræðislegum leiðum til áhrifa. Að nemendur geti unnið áætlun um hvernig einstaklingar geti haft áhrif á samfélagið.

 • TÍMI:

  60 til 90 mín.

 • BÚNAÐUR:

  Blöð, pennar og tölva.

 • HÆFNIMARKMIÐ:

Kennarinn getur undirbúið tímann með því að lesa kaflann „Hvernig á að verjast innrætingu róttækni í skólanum?“ („Hvordan forebygge radikalisering i skolen?)

 • Hryðjuverk eru oft framin í framhaldi af því að viðkomandi hefur ekki komið sjónarmiðum sínum að eftir öðrum leiðum.
 • Nauðsynlegt er að fræða ungt fólk um löglegar lýðræðislegar boðleiðir svo það laðist ekki að ofbeldisfullri hugmyndafræði til breytinga í samfélaginu.
 • Hægt er að vinna verkefnið eftir að unnið hefur verið ástæður innrætingar róttækra skoðana og að tengja það spurningunni: „Hvernig má koma í veg fyrir innrætingu róttækra skoðana?“ (Sjá bæði inngang og kennsluleiðbeiningar um þemað)

Inngangur

Hvað er hægt að gera, sé maður óánægð/ur með eitthvað? Sumir grípa til ofbeldis til að berjast fyrir sínum málum en það getur gert ástandið enn verra. Lýðræðið býr yfir mörgum löglegum leiðum til að stuðla að breytingum án ofbeldis.

Meginefni

Kynntu baráttuna fyrir kosningarétti kvenna sem dæmi um að barátta án ofbeldis getur skilað árangri. Farðu yfir töfluna sem sýnir hvernig þær fóru að því að koma á breytingum. Að því loknu geta nemendur unnið í hópum með sín eigin baráttumál.

Hér má hlaða útfylltu verkefnablaði niður (Annu María Þorkellsdóttir úr Hörðuvallaskóla þýddi).

Að því loknu vinna nemendur í hópum að eftirfarandi verkefni:

Finndu málefni sem þið eruð ósátt við. Það er hægt að taka sem dæmi allt frá umhverfisstefnu til skólareglna. Settu upp raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig hægt er að koma á breytingum.

Hér má hlaða verkefnablaðinu niður (Annu María Þorkellsdóttir úr Hörðuvallaskóla þýddi).

Niðurlag

Hóparnir kynna málefni sín og leiðir til að stuðla að breytingum og gera athugasemdir hver við annan.

 • Hvað hefðu hóparnir getað gert á annan hátt?
 • Hvaða aðrar leiðir hefði verið hægt að fara?