Samsömunarkort

 • MARKMIÐ:

  Að nemendur geti íhugað það við hverja þeir og aðrir samsama sig. Að hver nemandi geti íhugað sína eigin samsettu samsömun.

 • TÍMI:

  30 mín.

 • BÚNAÐUR:

  Blöð og pennar. Miðar með þremur atvikslýsingum.

 • HÆFNIMARKMIÐ:

Inngangur

Hver nemandi fær í hendur blað og það verkefni að skrifa nafn sitt í miðju þess. Nemendurnir eiga nú að svara spurningunni „Hvað ræður því hver þú ert?“ með því að skrifa nokkur stikkorð við nafnið.

Meginefni

Afhentir eru þrír miðar með eftirfarandi texta:

Þú átt erfitt með að gera þig skiljanlega(n) á ferðalagi í útlöndum.
—–
Þú slasast illa í umferðarslysi og situr í hjólastól.
——
Þú kemst að því að foreldrar þínir ættleiddu þig.

Nemendurnir lesa svo textana sem þeir fengu og vinna með eftirfarandi spurningar:

 1. Á hvaða þætti á samsömunarkorti þínu hefðu þessir atburðir haft áhrif?
  (Merktu við með því að gera hring um þá. Þú getur líka krossað yfir eða bætt við upplýsingum)
 2. Ræddu það við einn eða tvo nálægt þér hvað æfingin segir um það hver þú ert.
 3. Á hvaða þætti í samsömun þinni geta utanaðkomandi atburðir haft? Álítur þú einhverja þætti vera óumbreytanlega, sama hverjar kringumstæður eru?

Niðurlag

Hugmyndir að samræðum að æfingu lokinni:

 • Mátuð þið það á mismunandi hátt hvernig atvikin þrjú myndu hafa áhrif á samsömun hvers og eins? Hvernig er hægt að túlka þennan mun?
 • Að hvaða leyti er sýn okkar á okkur sjálf háð utanaðkomandi þáttum og staðfestingu annarra?
 • Farðu aftur yfir það sem þú skrifaðir um þig sjálfa/n á samsömunarkortið þitt. Hvaða þætti þar gætir þú strokað út? Hvaða þætti þar lítur þú á sem „meðfædda“?