Samsömun og það að tilheyra

Allir hafa einhverja skoðun á því hverjir þeir séu, það er samsömun. Samsömun snýst að miklu leyti um það til hvaða hóps við heyrum og hvaða gildi við virðum. Það er mannlegt að líta svo á að hópur sinn sé einsleitari en hann er. Þess vegna er sjálfsíhugun mikilvæg færni í forvörnum.

 • Samsömun, margmenning og fjölmenningarfærni

  Flýtivalmynd

  Samsömun er þungt og gildishlaðið hugtak og skilningur fólks á því er margvíslegur og að ýmsu leyti mótsagnakenndur. Einn samnefnarinn er að samsömun snúist um það „að vera sá sem maður er til lengri tíma litið“, það er að eitthvað sé stöðugt og hægt að bera kennsl á það. Þetta getur jafnt átt við um einstakling sem hóp.

  Ómissandi eða aflvirkur skilningur á samsömun?

  Það má túlka á ýmsa vegu þann skilning að samsömun tengist einhverju stöðugu til lengri tíma litið. Óumbreytanleg eða ómissandi samsömun gerir ráð fyrir óbreyttum kjarna, burtséð frá ytri aðstæðum. Aflvirk samsömun gerir ráð fyrir því að einstaklingurinn þróist og mótist af ytri áhrifum.

  Hópsamsömun gerir ráð fyrir því að sameiginleg grundvallareinkenni tengi saman hóp fólks.

  Á þessum skölum er mörg millistig. Þegar samsömunarhugtakið er notað um hópa verða afleiðingarnar mjög mismunandi hjá þessum tveimur flokkum. Hópsamsömun eða sameiginleg samsömun gerir ráð fyrir því að hópur fólks búi yfir ákveðnum sameiginlegum grundvallareinkennum sem tengi það saman og skapi samheldni. Þá er spurningin hvort þessi staða byggist á meðfæddum eiginleikum (t.d. þjóðerni), eiginleikum sem álitnir eru vera lítt breytilegir til lengri tíma litið (s.s. sameiginlegar hefðir) eða á opnari flokkun á borð við sameiginlega hagsmuni og starfsemi (t.d. starfshópa).

  Hugmyndir um samsömun geta með öðrum orðum bæði tengst óumbreytanlegum eða aflvirkum skilningi á samsömun. Þetta er mjög mikilvægur þáttur hugmynda um það að heyra til og halda saman. Byggist forsendan fyrir því að geta verið í hópnum „við“ á eiginleikum tengdum líffræði eða meintum óbreyttum hefðum er mjög erfitt fyrir nýtt fólk að komast inn í þann hóp.

  Cora Alexa Døving lýsir því hvernig „þunn samsömun“, á grundvelli einhvers sem fólk með afar mismunandi forsögu getur átt sameiginlegt eða sameinast um, getur verið opnari fólki en „þykk samsömun“ sem byggist á því að sameinast um eitthvað meðfætt eða erfitt og útilokar því mjög ákveðið aðra.

   

  Höfundur: Claudia Lenz

 • Fjölmenningarfærni

  Kjarni samsömunarhugmynda er það að líkjast (samsömun er það að vera eins). Það sem er öðruvísi verður þá fljótlega frávik, það sem ekki fellur inn í eða truflar. Hvað hugmyndir um hópa og hópsamsömun áhrærir ræður oft ríkjum sá skilningur að hóparnir séu innbyrðis eins og að munur sé á hópum. Þvermenningarlegar kenningar setja spurningamerki við forsendur af þessu tagi.

  Viðurkenni fólk fjölbreytni þarf að felast í því viðurkenning á því eða þeim sem er öðruvísi. En hvað þýðir það eiginlega „að vera öðruvísi“ og hverjir eru „öðruvísi“?

  Okkur hættir oft til þess að setja samasemmerki á milli hugtakanna „fjölbreytni“ og „fjölmenning“, Að þeir sem öðruvísi eru séu útlendingarnir með öðruvísi þjóðernis-/menningarhefðir. Þetta sjónarhorn felur þó í sér gildru: Þau sem skilgreind eru sem öðruvísi verða meira framandi en þau kannski eru eða hefðu skilgreint sig sjálf þarf sem áherslan er einmitt á það sem framandi er.

  Þau sem skilgreind eru sem öðruvísi verða meira framandi en þau kannski eru eða hefðu skilgreint sig sjálf.

  Og hvað um hópinn „okkur“? Sé litið á fjölbreytni sem mun á milli hópa, getur það leitt til þess að munur innan hópa er annað hvort ekki látinn viðgangast eða viðurkenndur. Hugmyndir um einsleita, óumbreytanlega og lokaða hópsamsömun getur komið í veg fyrir umhverfi örlætis og einlægni vegna þess að litið er á öðruvísi skoðanir, lífshætti og hátterni sem frávik eða jafnvel sem „svik“.

  Hugmyndir um einsleita, óumbreytanlega og lokaða hópsamsömun getur komið í veg fyrir umhverfi örlætis og einlægni.

  Hugmyndir um fastmótaða hópsamsömun og skýra aðild að hópi ganga því með öðrum orðum líka gegn lýðræðislegri fjölhyggjumenningu með fjölbreytni innan félagshóps eða samfélags.

   

  Höfundur: Claudia Lenz

 • Óumbreytanlegar hóphugmyndir koma í veg fyrir að fólk geti látið ljós sitt skína

  Það rænir bæði þau sem tilheyra eða eru sett í „heimahópinn“ og þau sem tilheyra eða eru sett í „útihópinn“ möguleikanum á að láta ljós sitt skína og tækifærinu til að taka þátt í samfélagi á sínum eigin forsendum, alist það upp í andrúmslofti óumbreytanlegra hóphugmynda þar sem „við“ stöndum gegn „þeim“. Sé „ég“ sett upp sem andstaða hinna óvinveittu, hættulegu og vondu annarra verður nauðsynlegt að viðhalda þessari hugmynd um hina til þess að viðhalda eigin sjálfsmynd.

  Þetta endurspegla rannsóknir á fjandskap sem beinist að hópum eins og þær eru kynntar í skýrslunni Intolerance, prejudice and discrimination. A European report (2011): Þörfin fyrir óvin helst í hendur við þörfina fyrir að upphefja sjálfan sig og þörfina fyrir hið ótvíræða og „hreina“ hvað varðar samsömun og það að tilheyra. Hugmyndir og tilfinningar um að tilheyra hópi geta vitaskuld verið bæði lögmætar, gagnlegar og nauðsynlegar fyrir einstakling sem þarf að átta sig á flóknum umheimi. Það er þó einmitt þessi flókni umheimur sem krefst færni til að íhuga þessar hugmyndir og leiðrétta eftir þörfum.

  Fjölbreytni er hvorki ógn né eitthvað til að fagna heldur staðreynd sem sífellt þarf að taka afstöðu til á einn eða annan hátt.

  Fyrirbyggjandi starf gegn rasisma, gyðingahatri og annars konar fjandskap á grundvelli hópa þarf að beinast gegn lokuðum og óumbreytanlegum hugmyndum um samsömun og það að tilheyra. Starfið snýst þó ekki eingöngu um að fletta ofan af því hve rangir fordómar eru. Fyrir öllu er að benda á jákvæðan kost til mótvægis og gefa fólki kost á að afla sér reynslu. Fjölbreytni er hvorki ógn né eitthvað til að fagna heldur staðreynd sem sífellt þarf að taka afstöðu til á einn eða annan hátt. Fjölbreytni felur í sér bæði áskoranir, óöryggi og jafnvel örvæntingu. Hún felur þó enn frekar í sér tækifæri til þess að þróast án þess að læstast inni í fastmótuðum hugmyndum um sjálfan sig og „hina“.

   

  Höfundur: Claudia Lenz

 • Að íhuga eigin samsömum

  Í bókinni Stranger to Ourselves frá 1991 segir Julia Kristeva:

  Strangely, the foreigner lives within us: he is the hidden face of our identity, (..) By recognizing him within ourselves, we are spared detesting him in himself. A symptom that precisely turns “we” into a problem, perhaps makes it impossible, the foreigner comes in when the consciousness of my difference arises, and he disappears when we all acknowledge ourselves as foreigners, unamenable to bounds and communities. (bls. 1)

  Það sem hún á við er sú þörf að vera opin/n fyrir sjálfsíhygli, sjálfsgagnrýni og því sem kemur á óvart við það hver maður er. Markmiðið er að:

   • vera fær um að sjá sjálfa/n sig frá ytra sjónarhóli
   • sætta sig við að við eigum okkur öll hliðar sem okkur finnast miður þægilegar
   • takast á við það óþekkta og óörugga með eigin tilveru

  Þetta geta virst vera háfleygar heimspekilegar hugsanir en þær varða ótvírætt daglegan reynsluheim okkar. Við temjum okkur venjur í umgengni við okkur sjálf, rétt eins og í umgengni við aðra. Það er engu að síður hægt að breyta þessum venjum.

  Samsömun okkar er háð því að við séum okkur sjálfum framandi. (Julia Kristeva)

  Hvað forvarnir varðar er mjög mikilvægt að skýra hvernig við getum nýtt það að viðurkenna að við búum sjálf yfir miður góðum eiginleikum til að vinna með þessar hliðar okkar og gera breytingar á skoðunum okkar, tilfinningum, hugsunum og aðgerðum.

  Tökum dæmi: Líklega er ekki sá maður til sem ekki hefur einhverja fordóma. Það þýðir þó ekki að við eigum að sætta okkur við fordóma. Þvert á móti: Vandamálið er ekki bara hugmyndafræðilega sannfærður „rasisti“ eða „gyðingahatari“ því allir fordómar stuðla að því að reisa veggi og halda fólki fyrir utan. Verkefnið er því einmitt ekki að sætta sig bara við fordómana sem eðlilegan hlut heldur að reyna að takast á við þá og sníða til svo þeir valdi sem minnstum klofningi.

  Þegar „hinn“ ber þau einkenni sem við kunnum ekki að meta og viljum ekki samþykkja í sjálfum okkur eða samfélaginu, ræsum við verndargangvirki. Þá hrynur getan til gagnrýninnar sjálfsstjórnunar og fegraðri ímynd „mín/okkar“ er í stöðugt ríkara mæli viðhaldið af því neikvæða í hugmyndinni um „hina“. Vítahringur er kominn í gang.

  Íhugun um eigin samsömun getur stuðlað að því að fletta ofan af gangvirkjum hjarðhugsunar og draga úr áhrifum þeirra.

  Það að geta íhugað sína eigin stöðu og samsömun getur stuðlað að því að fletta ofan af gangvirkjum hjarðhugsunar og draga úr áhrifum þeirra. Við getum mótað leiðir til að vernda okkur gegn ágengu frávarpi, eins og finna má í mótun fordóma og hópfjandskap, með því að íhuga aðra kosti til að móta hugmyndir og þekkingu um sjálf okkur.

  Höfundur: Claudia Lenz

 • Bókmenntir

  Brubaker, Rogers, Cooper, Frederick (2000). «Beyond ‘Identity’», in Theory and Society 29.

  Bråten, Stein. (2000) «Modellmakt og altersentriske spedbarn.» Sigma Forlag, Søreidgrend.

  Døving, Cora Alexa. (2010). Anti-Semitism and Islamophobia: A comparison of Imposed Group Identities. Tidsskrift for Islamforskning, (2).

  Dewey, John (1910). How we think. Boston: D.C. Heath & CO. Publishers.

  Hall Stuart (2000). ”Who needs Identity”, in du Gay, P., Evans, J. and Redman, P. (eds), Identity: a Reader, IDE: Sage.

  Helseth, Hannah (2007). «Kunnskapsstatus om kjønnsrelatert mobbing blant barn og unge.» Høgskolen i Nesna.

  Henriksen, Holger. (1993) Samtalens mulighed – bidrag til en demokratisk didaktik. Holger Henriksens forlag, Haderslev.

  Huber, Joseph (red.) (2012). «Intercultural competence for all. Preparation for living in a heterogeneous world.»Pestalozzi series No. 2. Council of Europe Publishing.

  Kartlegging av kunnskaper og holdninger på området rasisme og antisemittisme. Undersøkelse blant elever (trinn 8-10) i osloskolen gjennomført for Utdanningsetaten i Oslo. Perduco: 2011.

  Kristeva, Julia (1991). Strangers to Ourselves. New York: Columbia University Press.

  Schulz, Wolfram m.fl. (2009): Civic knowledge, attitudes, and engagement among lowersecondary school students in 38 countries, ICCS International Report.

  Slåtten, Hilde, Norman Andersen og Ingrid Holsen (2009). «Nei til ”Homo!” og ”Hore!” i ungdomsskulen: Lærarrettleiing om førebygging og handtering av kjønnsrelatert mobbing, homofobisk erting og seksuell trakassering.» Hemil-senteret, Bergen.

  Slåtten, Hilde (2016). «Gay-related name-calling among young adolescents: exploring the importance of the context.», Universitetet i Bergen.

Undervisningsopplegg