Forvarnarstarf í skólum

Hvaða verkefni álítið þið kalla á úrlausnir í ykkar skóla? Hvaða samspil um nám án aðgreiningar og jaðarsetningar komið þið auga á? Allt starf í skólanum að forvörnum gegn hópfjandskap þarf að byggjast á því sem kennarar, skólastjórnendur og nemendur álíta vera mikilvægt. Hér er að finna efni um það hvernig hægt er að vinna að forvörnum með öðru en tilgreindum átaksverkefnum, það er hvernig hægt er að stuðla að námi án aðgreiningar og skólamenningu um gagnrýna hugsun með samræmdu starfi að námsumhverfi í hverri námsgrein fyrir sig.

 • Fordómar ögra skólanum og lýðræði

  Flýtivalmynd

  Fordómar ögra skólanum og lýðræði

  Skólinn þarf að takast á við fordóma og hópfjandskap á ýmsum stigum, allt frá áreitni í skólastofunni til þeirrar markmiðssetningar skólans að undirbúa nemendur til þátttöku í samfélagi framtíðarinnar.

  Í fyrsta lagi snýst það um þá skyldu skólans að stefna að því í störfum sínum að efla gott félagslegt umhverfi. Í lögum um skólaskyldu kemur fram að hver og einn nemandi eigi að finna til öryggis og þess að tilheyra. Fordómar og hópfjandskapur stuðla hins vegar að útilokun og skapa óöryggi. Þegar hópfjandskapur birtist sem niðrandi orð eða gerðir ber þér sem kennara bæði að láta vita og bregðast við og í skólanum eiga að vera verklagsreglur um viðbrögð starfsfólks.

  Í öðru lagi eru nemendur einnig þátttakendur í samfélaginu í tómstundum sínum, í íþróttastarfi, á netinu, í félagsstarfi o.s.frv. Það er líka verkefni skólans að hafa áhrif á nemendur til þátttöku án aðgreiningar í þannig starfi, jafnvel þótt formlegar kröfur til skóla séu ekki jafn miklar þar og hvað námið varðar.

  Í þriðja lagi er það markmið skólans að stuðla að því að nemendur tileinki sér það gildismat, skoðanir, þekkingu og færni sem þarf til þátttöku í samfélagi framtíðarinnar. Í norskum fræðslulögum er það orðað þannig á næstum ljóðrænan hátt að skólanum sé ætlað að opna dyr að umheiminum og framtíðinni. Fleiri stikkorð eru tilgreind í markmiðasetningunni, svo sem lýðræðislegt samfélag, fjölbreytni og vísindaleg hugsun.

 • Meginreglur Dembra um forvarnir

  Flýtivalmynd

  Hvaða leiðir eru færar til forvarna gegn gyðingahatri, rasisma og ólýðræðislegum skoðunum? Hvernig geta kennarar og skóli eflt starfið með skólaumhverfi án aðgreiningar? Dembra er mótað á grundvelli svara á vísindalegum grundvelli við þessum tveimur spurningum, dregið saman í fimm meginreglur Dembra:

  Þátttaka og lýðræði gegn mismunun

  Það færir „okkur“ hópnum tilfinningu fyrir samsömun og því að tilheyra að hafa útilokandi afstöðu til og fordóma gagnvart „hinum“. Það þýðir að forvarnir verða að bjóða fram gott samfélag fyrir alla sem ekki byggist á neikvæðum hugmyndum um aðra. Þess vegna er starf skólans að lýðræði, þátttöku nemenda og skóla án aðgreiningar mikilvæg aðferð til þess að koma í veg fyrir jaðarsetningu, mismunun og áreitni.

  Þekking, gagnrýnin hugsun og forvitni

  Hópfjandskapur tengist bæði eldri og núverandi hugmyndum í samfélaginu. Mikilvægt er að hafa þekkingu á þessum hugmyndum til að geta túlkað, komið í veg fyrir og tekist á við skoðanir í skólum þar sem þær birtast. Forvitni er mikilvægur eiginleiki sem stuðlar að því að fólk afli sér nýrrar þekkingar þegar það mætir nýjum og kannski áður óþekktum fyrirbrigðum. Skoðanir sem útiloka aðra og öfgafull hugmyndafræði byggjast á staðalímyndum og einhliða heimsmynd sem oft einkennist af samsæriskenningum. Gagnrýnin hugsun og íhygli gengur oft gegn fastmótuðum hugmyndum og færir þeim ný blæbrigði. Þekking, forvitni og gagnrýnin hugsun eru mikilvæg verkfæri til forvarna og það bendir til þess að kjarnastarfsemi skóla með vinnu að færnimarkmiðum og grundvallarþekkingu séu í sjálfu sér forvarnir.

  Fjölmenningarfærni (fjölbreytnifærni)

  Nemendur og kennarar þurfa að kunna að túlka, tjá sig og bregðast við í samhengi fjölbreytni. Markmið forvarna er ekki það að þekkja mun á hópum eins og fjölmenningaruppeldisfræðin í Bretlandi skilgreindi þau á tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmenningarfærni felur fremur í sér það markmið að kunna að finna, sætta sig við og íhuga bæði það sem fólk á sameiginlegt og ekki, þvert á ólíka hópa en líka innan þeirra.

  Að tileinka sér efnið og staðfesting

  Kennarar og skólastjórnendur þurfa sjálfir að skilgreina þarfir skóla síns á grundvelli reynslu af eigin starfsemi og daglegs lífs í skólanum. Það er forsenda þróunar að tileinka sér efnið og hafa hvatningu og skólarnir verða sjálfir að bera ábyrgð á þeim verkefnum sem hafist er handa með. Nauðsynlegt er að staðfesta forvarnarstarfið í áætlunum skólans til lengri tíma litið og fella það að annarri starfsemi hans svo það þróist áfram. Það hvetur kennara til dáða og að vilja prófa sig áfram, sé til staðar faglegt efni, aðferðafræði og kennslufræðilegar áætlanir sem þeim finnast eiga við og skipta máli hér og nú.

  Skólinn sem heild

  Starf stjórnenda og kennara skólans að forvörnum skilar bestum árangri ef það gegnsýrir alla þætti skólastarfsins, allt frá einstaklingsbundinni þekkingu, færni og skoðunum til kennslu, skólastjórnunar og samstarfsaðila skólans, foreldra og nærumhverfis.

   

 • Fimm stig þróunar innan skóla

  Flýtivalmynd

  Umtalsvert meiri líkur eru á því að forvarnarstarf skólans skili árangri, bæði til skemmri og lengri tíma litið, ef bæði stjórnendur og annað starfslið vinnur saman að því að þróa heildarþekkingu, afstöðu og færni innan skólans hvað varðar nám, kennslu og samstarf. „Skólinn“ er í þessu samhengi allir þeir sem tengjast skólanum á einn eða annan hátt: Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur auk samstarfsfólks á borð við foreldra og aðra i næsta umhverfi skólans.

  Mörg dæmi staðfesta áhrif þannig heildstæðrar skólaþróunar sem líka er nefnd færniþróun í hverjum skóla fyrir sig. Rannsóknir á færniþróun í skólum benda til þess að margir þættir stuðli að varanlegum breytingum (sjá t.d. Postholm 2012, Flygare et al 2011).

  Dembra byggist á fimm stiga líkani um færniþróun í skólum:

  1. þrep: Færni kennara og skólastjórnenda

  Forvarnir hefjast með námi hvers og eins og meginreglunni um að læra umtil að og með. Mikilvægt er að læra um gyðingahatur, rasisma og aðra mismunun til að geta komið í veg fyrir þannig framferði í daglegu lífi skólans. Jafnframt er mikilvægt að koma í veg fyrir mismunun með lýðræðislegum meginreglum á borð við opnar rökræður, þátttöku og meðákvarðanir.

  Kennarar læra mest af reynslu sinni í eigin starfi og með því að íhuga hana. Forsendan hér er sú að fólk vilji læra að breyta atferlismynstri sínu á grundvelli nýs skilnings. Þetta á einnig við um forvarnarstarfið. Mikilvægt er að viðhalda félagslegum samskiptum og góðum námshefðum í kennarahópi hvers skóla fyrir sig.

  2. þrep: Kennslan í kennslustofunni

  Kennslustofan á að vera öruggur vettvangur til skoðanaskipta og lýðræðislegrar þjálfunar. Mikilvægt er að sameina lýðræðislegar meginreglur á borð við þátttöku burtséð frá forsögu, gagnkvæma virðingu og opnar rökræður þannig kennsluháttum sem virkja nemendur og vekja áhuga þeirra og efla þekkingu, íhygli og góð samskipti.

  Kennslustofan á að vera öruggur vettvangur til skoðanaskipta og lýðræðislegrar þjálfunar.

  Sjálf kennslan er kjarni starfsemi hvers skóla. Það starf er einnig mikils virði sem þáttur í forvörnum gegn hópfjandskap. Í kennslunni er hægt að nota æfingar og efni ætlað til forvarnastarfs, þar á meðal námsefni og -úrræði Dembra. Forvarnir eiga sér einnig stað í annarri kennslu, bæði með því að kennarinn tekur öllum nemendum án aðgreiningar, hlustar á þá og gefur þeim færi á að hafa áhrif, og með þjálfun gagnrýninnar hugsunar í öllum greinum.

  3. þrep: Skólamenning

  Opin og lýðræðisleg skólamenning sem líka nær til samskipta stjórnenda, kennara, nemenda og foreldra er nauðsynleg forsenda kerfisbundins og heildstæðs forvarnar- og skólaþróunarstarfs.

  Varanleg þróun ætti að byggjast á upplifun og reynslu í skólanum sjálfum og kallar á viðleitni til lengri tíma litið.

  Það er ekki til nein forskrift um hvernig best er að standa að þessu vegna þess að hver skóli fyrir sig er einstakur hvað varðar samsetningu nemendahópsins, stærð, reynslu o.s.frv. Það er engu að síður mikilvæg meginregla að varanleg þróun ætti að byggjast á upplifun og reynslu í skólanum sjálfum og kallar á viðleitni til lengri tíma litið. Tilviljanakennd átaksverkefni fengin fullbúin utan frá skila sjaldnast varanlegum árangri.

  4. þrep: Stjórnun

  Færniþróun í hverjum skóla fyrir sig krefst ákveðinnar og markvissar skólastjórnunar. Hvað það varðar er starf skólans að forvörnum engin undantekning. Skólastjórnendur verða að leggja hug og hjarta í verkefnið og veita því fullan stuðning, eigi framlag skólans að hafa einhver áhrif.

  Á þessu stigi þurfa einnig að koma til yfirskipuð markmið og starf að langtímamarkmiðum. Í forvarnarstarfinu er mikilvægt að leggja áherslu á að vinna með skólareglurnar eða aðgerðaáætlun gegn lítilsvirðingu /einelti.

  5. þrep: Samstarfsaðilar skólans

  Skólinn er ekki eyland. Mikilvægt er að virkja forráðamenn og aðra aðila í forvarnarstarfinu. Það stuðlar einnig að framþróun í forvarnarstarfinu að skiptast á reynslu við aðra skóla og eiga samstarf við þá. Stuðningur utanaðkomandi aðila með viðeigandi þekkingu getur haft jákvæð áhrif, að því gefnu að í því starfi sé tekið tillit til stöðu skólans sjálfs en ekki farið eftir tilbúnum uppskriftum

  Skólinn er ekki eyland og því er mikilvægt er að virkja forráðamenn og aðra aðila í forvarnarstarfinu.

  Það stangast ekki á að miðla annars vegar þekkingu og færni og hins vegar að vinna með umhverfið í kennslustofunni eða skólanum. Allir þurfa á bæði þekkingu að halda til að skilja móðganir og niðurlægingu og færni til að koma í veg fyrir þannig framkomu, takast á við hana og vinna gegn henni. Það er mikilvæg forsenda þróunar í skólanum að stjórnendur og allt starfsliðið taki þátt í ferli á sinum vinnustað með það að markmiði að styrkja lýðræðislegan viðbúnað sem forvörn gegn mismunandi skoðunum og atferli.

 • Lýðræði í framkvæmd og skólinn sem samfélag ósamkomulags

  Allt starf skólans að lýðræði, virkni nemenda og skóla án aðgreiningar hefur jákvæð áhrif á forvarnarstörf. Lýðræðismenning þar sem allir eiga sér rödd og meirihlutinn hlustar líka á minnihlutann ætti ekki eingöngu að vera eitthvað sem nemendum er kennt heldur ætti líka að vera það sem nemendur kynnast í daglegu lífi skólans. Skólinn á að kenna nemendum um lýðræði svo þeir geti tekið þátt í lýðræðislegu samfélagi framtíðarinnar. Lýðræði er einnig úrræði sem nemendur geta nýtt sér til náms. Þeir geta til dæmis á grundvelli lýðræðisþekkingar tileinkað sér virðingu fyrir því sem ólíkt er, það að aðgreina ekki og vilja til þess að vinna gegn útilokun og jaðarsetningu.

  Skólinn sem samfélag ósamkomulags

  Lýðræði er ekki eingöngu eining og samhljómur, þar er líka að finna baráttu um gæði, hagsmunaárekstra og málamiðlanir. Skólinn er að ýmsu leyti örútgáfa af þannig samfélagi. Lars Laird Iversen kallar þetta ástand samfélag ósamkomulags, það að skynja sameiningu og tilheyra hópi þar sem reyndar líka er að finna mikið ósamkomulag. Iversen bendir á skólann sem stofnun með einstakt tækifæri til þess einmitt að byggja upp samfélag þrátt fyrir ósamkomulag. Nemandinn getur innan bekkjarins mótað örugga samsömun sem ekki byggist á hatri eða flokkun annarra.

   

 • Að takast á við hatursummæli í skólastofunni

  Mikilvægi samfélags án aðgreiningar og þátttöku í forvörnum hefur bein áhrif á það hvernig takast skuli á við hatursummæli í skólastofunni. Sé ummælunum beint að einhverjum ákveðnum í bekknum skulu þau stöðvuð umsvifalaust. Það er þó langt frá því að einhver sé til staðar sem fordómar eða hatursummæli beinast gegn. Þá ber kennaranum að tryggja að sá/sú sem viðhefur ummælin sé hafður/höfð með í hópnum en ekki jaðarsett/ur, bæði hvað varðar fyrstu viðbrögð og frekari meðferð málsins í skólanum. Réttustu viðbrögðin eru ekki alltaf sú að ávíta, jafnvel þótt kennaranum geti fundist nauðsynlegt að draga það skýrt fram hvað er á ásættanlegt og hvað ekki. Það er þó alls ekki öruggt að þau viðbrögð komi best í veg fyrir fordóma, það er frekar á hinn veginn.

  Viðbrögð kennarans við hatursummælum í skólastofunni eru háð því hvort nemandinn sé öruggur og með í hópnum.

  Solveig Moldrheim hefur lýst því með dæmum hvernig kennari geti brugðist við slíkum ummælum í grein sinni Klókindi og fordómar. Að breyta viðhorfum í skólastofunni (Kløkt og fordom. Om holdingsendring i klasserommet.) Hún bendir á það að viðbrögð kennarans eigi ekki að vera þau sömu gagnvart nemanda sem er öruggur og með í hópnum og gagnvart jaðarsettum og óöruggum nemanda. Í fyrra tilfellinu geta það verið rétt viðbrögð að hafna ótvírætt og beint hatursummælunum. Í síðara tilfellinu gætu viðbrögð af því tagi hrakið nemandann enn lengra frá hópnum og þannig beinlínis stuðlað að þróun frekari fordóma viðkomandi. Hún mælir frekar með því að reynt sé að finna fram einhvern tilgang eða annað í fullyrðingu nemandans sem hægt sé að staðfesta þannig að hægt sé að veita nemandanum staðfestingu án þess að staðfesta hatursþáttinn í því sem sagt var.

Undervisningsopplegg